Sendi hamborgara út í geim og borðaði hann svo

Hamborgari á flugi!
Hamborgari á flugi! mbl.is/Youtube.com

Maður nokkur að nafni Tom Stanniland vildi gera könnun á því hvort Big Mac-hamborgari myndi smakkast eins eftir að vera sendur út í geim og aftur heim.

Félagar Colchester United Football Club í Englandi ráku upp stór augu er þeir fundu frosinn McDonalds-hamborgara á leikvellinum þeirra í síðustu viku. Þeir deildu undrun sinni á Twitter ásamt mynd og það leið ekki á löngu þar til Stanniland hafði samband. Borgarinn var í hvítu boxi ásamt GoPro-myndavél sem myndaði ferðalagið.

Stanniland náði að rekja slóð borgarans eftir að hann lenti, þökk sé GPS-tækinu sem hann festi á búnaðinn með borgaranum. Markmið hans var að kanna hvernig hamborgarinn myndi bragðast eftir að hafa ferðast um geiminn og sýndi hann ferlið frá upphafi á Youtube-rás sinni undir nafninu Killem.

Þegar Stanniland bítur í borgarann heyrist í vinum hans spyrja „Is it out of this world?“ – Stanniland svaraði „I've eaten a burger from space, the end.“

Tom Stanniland - maðurinn sem sendi hamborgara út í geim …
Tom Stanniland - maðurinn sem sendi hamborgara út í geim og aftur heim. mbl.is/Youtube.com
Það var íþróttafélag í Englandi sem fann hamborgarann á leikvellinum …
Það var íþróttafélag í Englandi sem fann hamborgarann á leikvellinum hjá sér og setti það á Twitter. mbl.is/Twitter
McDonalds var ekki lengi að taka upp söguna frá samfélagsmiðlunum.
McDonalds var ekki lengi að taka upp söguna frá samfélagsmiðlunum. mbl.is/Twitter
mbl.is