Ristað brokkolí af bestu gerð

Þú færð ekki betri uppskrift af ristuðu brokkolí en þessa.
Þú færð ekki betri uppskrift af ristuðu brokkolí en þessa. mbl.is/Eazypeazymealz.com

Þú munt ekki geta hætt að hugsa um þetta brokkolí eftir að hafa gætt þér á því, málið er ekkert flóknara en það. Hér bjóðum við upp á ristað brokkolí í ofni baðað í ólífuolíu, hvítlauk, piparflögum og í góðum félagsskap ristaðra mandla, sítrónusafa og parmesan. Ef þessi uppskrift kveikir ekki á öllum skilningarvitunum þá er ekkert að fara gera það.  

 

Ristað brokkolí af bestu gerð

 • 450 g brokkolí
 • 3 msk. ólífuolía
 • 1 msk. hvítlaukur, marinn
 • Dass af rauðum piparflögum
 • ½ tsk. kosher salt
 • 3 msk. möndluflögur
 • 2 tsk. sítrónusafi
 • Parmesan
 • Rifinn börkur af hálfri sítrónu

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 240°C.
 2. Setjið álpappír á bökunarplötu og skerið brokkolí í jafna bita.
 3. Pískið saman í skál ólífuolíu, hvítlauk og piparflögur. Veltið brokkolíinu upp úr blöndunni.
 4. Dreifið brokkolíinu jafnt yfir plötuna og dreifið salti yfir.
 5. Ristið í ofni í 10-12 mínútur, takið úr ofninum og hristið aðeins upp í brokkolíinu. Dreifið möndluflögunum jafnt yfir. Setjið aftur inn í ofn í 6-8 mínútur.
 6. Setjið ristaða brokkolíið á disk og kreistið ferskan sítrónusafa yfir. Stráið því næst parmesan yfir.
 7. Raspið sítrónubörk yfir og berið fram heitt.
mbl.is/Eazypeazymealz.com
mbl.is/Eazypeazymealz.com
mbl.is