Royal Copenhagen með glæsilega nýjung

Ferkantaðir diskar er nýjung frá Royal Copenhagen.
Ferkantaðir diskar er nýjung frá Royal Copenhagen. mbl.is/Imerco

Nútímaleg útfærsla af sannri hönnunarklassík er endurfædd, eitt þekktasta matarstell síðari tíma var að koma með sláandi nýjung á markað. Royal Copenhagen er þekkt fyrir klassískar vörur sem staðist hafa tímans tönn í aldaraðir, nú með ferkantaða diska á handmáluðu postulíni.

Það var ungur hönnunarnemi, Karen Kjældgård-Larsen, sem kynnti hugmyndina að ferköntuðum diskum fyrir Royal Copenhagen sem þótti ögrandi fyrir fyrirtækið, en það féll fyrir því. Klassíska matarstellið skreytt fagurbláu blómamynstri frá árinu 1775 brýtur allar hefðir um hringlaga diska og nú fáanlegt með stærri blómum á ferköntuðum fleti.

Handmáluð blóm á postulíni síðan 1775, nú í fyrsta sinn …
Handmáluð blóm á postulíni síðan 1775, nú í fyrsta sinn á ferköntuðum fleti. mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert