Sunnudagskjúklingur Svövu Gunnars

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessi kjúkingaréttur er bráðeinfaldur og alveg ómótstæðilegur í alla staði. Hann er - eins og Svava segir - algjörlega fullkomin á flestum dögum en hún hafði hann þó í matinn á sunnudegi og segir hann hafa smellpassað.

Ljúfmeti & lekkerheit er hægt að heimsækja hér.

Kjúklingur og sætar kartöflur – uppskrift fyrir 4

 • 1 lítil dós kókosmjólk (160 ml)
 • 2 msk. púðursykur
 • 2 msk. sojasósa
 • 2 msk. hnetusmjör
 • 1 msk. fiskisósa
 • 1 tsk. karrýmauk (red curry paste)
 • 2 hvítlauksrif
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. pipar
 • 1 dós hakkaðir tómatar í dós (400 ml)
 • 2 miðlungsstórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar
 • 900 g beinlaus kjúklingalæri

Hitið ofn í 200°C. Hrærið saman öllum hráefnum fyrir utan sætar kartöflur og kjúkling. Leggið sætu kartöflurnar í botninn á ofnpotti (eða eldföstu móti), setjið kjúklinginn yfir og endið á að hella sósunni yfir. Setjið lokið á pottinn (eða álpappír yfir eldfasta mótið) og bakið undir loki í 45 mínútur. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mínútur.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is