Geggjuð veitingastaðahönnun þar sem plöntur og hrá steypa leika stórt hlutverk

Statera er glæsilegur veitingastaður þar sem efnisval staðarins er glæsilegt ...
Statera er glæsilegur veitingastaður þar sem efnisval staðarins er glæsilegt frá toppi til táar. mbl.is/Renzo Rebagliati

Hann ber ekki mikið utan á sér veitingastaðurinn Statera sem staðsettur er í Lima höfuðborg Perú. En sú sýn breytist um leið og gengið er inn á staðinn. Á móti þér tekur dökkur hlýr viður, marmari og hangandi plöntur.

Arkitektastofan MD27, hefur á stórkostlegan hátt náð fullkomnu jafnvægi milli arkitektúrs og náttúru – þar sem grænblöðungar virðast svífa í steyptum görðum. Náttúruleg birta flæðir að ofan og leikur fallega um rýmið og tónar fullkomlega við innréttingarnar og efniviðinn – og þá sérstaklega í marmaranum sem sjá má í barborðinu.

MD27 nota stór steypt ker til að búa til garðinn sem spannar lofthæðina og treysta þar með á sólarljósið og náttúrulegt umhverfi fyrir plönturnar að þrífast sem best.

Staðurinn ber ekki mikið á sér utan frá.
Staðurinn ber ekki mikið á sér utan frá. mbl.is/Statera Restaurant
Sjáið barinn! Hversu fallegur marmari er hér að sýna sig?
Sjáið barinn! Hversu fallegur marmari er hér að sýna sig? mbl.is/Renzo Rebagliati
Sérbyggð ker með litlum regnskógi hangir yfir gestum staðarins.
Sérbyggð ker með litlum regnskógi hangir yfir gestum staðarins. mbl.is/Renzo Rebagliati
mbl.is/Renzo Rebagliati
mbl.is