Salatið sem Kourtney Kardashian borðar daglega

Kourtney Kardashian.
Kourtney Kardashian. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hún kallar þetta signature-salatið sitt eða það sem við myndum kalla „einkennis“-salat hennar ef hægt að eiga sér slíkt salat. Reyndar ættum við bara að vera sammála um að kalla þetta uppáhaldssalat því að sögn Kourtney Kardashian borðar hún salatið daglega og telur að tilvera án þess væri öllu tómlegri.

Einhverjir hefðu sjálfsagt haldið að salatið væri ógnar flókið og fyrirferðarmikið en svo er alls ekki. Reyndar er það svo einfalt að grunnskólabarn undir fermingaraldri ætti ekki í vandræðum með að reiða það fram á örskotsstundu.

Uppáhaldssalat Kourtney Kardashian

  • 2 harðsoðin egg
  • ½ avocadó, skorið í sneiðar
  • 1 myndarlegur tómatur
  • 2 mozzarella kúlur (litlar)
  • ólífuolía
  • sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

Hermið eftir myndinni og njótið vel!

Salatið er afskaplega auðvelt að gera eins og sjá má.
Salatið er afskaplega auðvelt að gera eins og sjá má. mbl.is/Poosh.com
Kourney Kardashian ásamt systur sinni Kim Kardashian West.
Kourney Kardashian ásamt systur sinni Kim Kardashian West. AFP
Kourtney Kardashian fyrir tímaritið V.
Kourtney Kardashian fyrir tímaritið V. Skjáskot/Instagram
mbl.is