Syndsamlega svalt hjá norskum áhrifavaldi

mbl.is/Vardagsgladje.se

Áhrifavaldar eru æðislegir því án þeirra væri tilveran öllu tómlegri. Lene Orvik er ein sú flottasta í Noregi og eldhúsið hennar er algjörlega upp á tíu. 

Það eru tvö atriði hér sem vert er að taka til athugunar:

Svarti spegillinn. Takið eftir hvað hann gerir mikið fyrir rýmið. Hægt er að fá koparspegla, antíkspegla auk fjölda annarra. Venjulegur spegill dugar líka en speglar gera ótrúlega mikið eins og sjá má. 

Marmarinn. Bakið á eyjunni – ef svo má að orði komast – er heil marmaraplata sem býr til allt aðra stemningu í eldhúsinu en við eigum að venjast með hefðbundinni borðplötu og skápaeiningum. Rammar eldhúsið inn og gerir það algjörlega geggjað.

Millihurðin. Þessi ótrúlega fallega millihurð inn í stofuna er hverrar krónu virði. Við höfum séð þetta í nokkrum útgáfum á íslenskum heimilum en algengast er að það þurfi járnsmið til að smíða rammann sem síðan þarf að glerja. 

mbl.is/Vardagsgladje.se
mbl.is/Vardagsgladje.se
mbl.is/Vardagsgladje.se
mbl.is/Vardagsgladje.se
mbl.is