Værir þú til í að leigja eldhús af IKEA?

Værir þú til í að leigja eldhúsinnréttingu af IKEA?
Værir þú til í að leigja eldhúsinnréttingu af IKEA? mbl.is/IKEA

Áttu erfitt með að ákveða hvernig eldhús þig langar í? Þá er IKEA mögulega að fara að hjálpa þér því í Sviss er verið að gera tilraunir með húsgagnaleigu sem ætti að slá á allan valkvíða. 

Enn sem komið er verður þetta eingöngu gert í Sviss þar til reynsla er komin á verkefnið og fyrst um sinn eingöngu til fyrirtækja. Við spáum því samt að þetta sé það sem koma skal enda verður lífið umtalsvert skemmtilegra ef maður getur skipt reglulega um eldhús.

mbl.is/IKEA
mbl.is