Beikon-koddar sem bráðna í munni

Mjúkir beikon-koddar með smjöri er allt sem þú þarft að …
Mjúkir beikon-koddar með smjöri er allt sem þú þarft að setja fókusinn á. mbl.is/Damndelicious.net

Hugsaðu þér mjúka „kodda“ með stökku beikoni og cheddar osti, sem hálfpartinn bráðna í munni – en það er akkúrat það sem við erum að bjóða upp á. Þessir eru bestir nýbakaðir, en sumir kjósa að skera þá til helminga og smyrja með smjöri eða gefa þeim eina stroku á toppinn. Video af uppskriftinni má finna hér.

Beikon-koddar sem bráðna í munni

  • 6 beikon sneiðar, skorið smátt
  • 4 bollar hveiti
  • 1 bolli cheddar ostur
  • ¼ bolli söxuð steinselja
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1½ tsk. kosher-salt
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • ¾ bolli ósaltað smjör, frosið
  • 1¾ bolli súrmjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 230°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Hitið stóra pönnu á meðalhita. Steikið beikonið þar til stökkt í 6-8 mínútur. Setjið beikonið á pappír og leyfið fitunni að leka af.
  3. Takið fram stóra skál og blandið saman beikoni, hveiti, ost, steinselju, lyftidufti, pipar, salti, matarsóda og hvítlaukssalti.
  4. Rífið frosna smjörið niður með rifjárni og notið stærstu götin til þess. Setjið smjörið út í deigið.
  5. Bætið súrmjólk út í deigið og blandið vel saman með sleif.
  6. Setjið deigið á hveitistráð borðið og hnoðið örlítið saman og rúllið svo léttilega út í sirka 3 cm þykkan ferhyrning. Skerið út með hringlaga móti, 14-16 hringi og leggið á bökunarplötuna. Setjið í frysti í 15 mínútur.
  7. Takið deigið úr frysti og bakið í ofni í 14-17 mínútur eða þar til gylltar á lit.
  8. Berið fram nýbakað.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert