Þetta vissir þú ekki um sykur

mbl.is/thedailystar.net

Sykur er sætur og ætur – og frábær í svo margt annað en að maula á, til dæmis þessi atriði sem við tókum saman hér fyrir neðan.

Hreinsaðu kaffikvörnina
Til að hreinsa kaffikvörnina setur þú einfaldlega ¼ bolla af sykri í kaffikvörnina og lætur hana ganga í nokkrar mínútur. Sykurinn mun hreinsa kvörnina vel í gegn, en mundu bara að þrífa hana vel á eftir.

Kökubakstur
Ef þú leggur nokkra sykurmola ofan í loftþétt box eða kökudós, munu bæði brauð og kökur haldast fersk í lengri tíma.

Osturinn lengi lifi
Þú færð ostinn til að auka líftíma sinn í ísskápnum með því að leggja sykurmola í ílátið sem þú geymir ostinn í.

Grasgrænka
Grasgrænka getur reynst mörgum foreldrum áskorun í þvottahúsinu. Gott húsráð er að blanda saman sykri og heitu vatni þar til blandan verður þykk og leggja á grasblettinn. Látið þetta liggja á flíkinni í tíma eða tvo og þvoið svo samkvæmt leiðbeiningum. 

Sykur getur komið víða við á heimilinu, ekki bara í …
Sykur getur komið víða við á heimilinu, ekki bara í bakstri. mbl.is/Claudi Thyrrestrup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert