Geggjaðir sveppir sem eru fullkomið meðlæti

Sjáið þessa girnilegu sveppi.
Sjáið þessa girnilegu sveppi. mbl.is/Park Feierbach

Sveppameðlæti er svo vanmetið – en sveppir eru í alla staði stórkostlegir og passa svo vel með nánast öllum mat. Hér er besta útgáfan af grilluðum sveppum sem hafa legið í balsamikbaði. 

Besta útgáfan af grilluðum balsamiksveppum

  • ¼ bolli balsamikedik
  • 2 msk. soja sósa
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • Svartur pipar
  • 450 g sveppir, skornir í þykkar sneiðar
  • Fersk steinselja, smátt skorin

Aðferð:

  1. Pískið saman í stóra skál balsamik, sojasósu, hvítlauk og pipar. Setjið skorna sveppina út í og látið marinerast í 20 mínútur.
  2. Hitið grillið á meðalhita. Setjið sveppina upp á prjóna og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
  3. Stráið seinselju yfir og berið fram.
mbl.is