Páskaeggin sem þóttu framúrskarandi í ár

Hér gefur að líta þau Ásdísi Ásgeirsdóttur og Frey Bjarnason …
Hér gefur að líta þau Ásdísi Ásgeirsdóttur og Frey Bjarnason en þau voru meðal álitsgjafa Matarvefjarins í fyrra. Þeim þykir nokkuð gott að borða páskaegg en voru nokkuð lengi að jafna sig eftir álitsgjöfina enda var fyrirkomulaginu breytt í ár. Eggert Jóhannesson

Það styttist óðum í páska og víða eru páskaegg að verða uppseld. Tugþúsundir páskaeggja seljast í hverju landi og ljóst er að sykurvíman verður mikil í ár eins og alltaf. En við hér á Matarvefnum erum búin að fara gaumgæfilega í gegnum úrval páskaeggja í ár og höfum þetta að segja:

Páskaeggjaúrvalið í ár er algjörlega frábært. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi og það þarf ekki að vera flókið að velja. Þú þarft bara að vita hvert uppáhaldsnammið þitt er og kaupa sama páskaegg.

Metnaður páskaeggjaframleiðenda er í hámarki í ár og ég leyfi mér að fullyrða að eggin séu stútfull af góðgæti og sum eggin voru svo þykk að erfitt var að brjóta þau. Átti þetta sérstaklega við um lakkríseggin sem innihéldu dásemdarsúkkulaðilakkrísklumpa sem menn grétu yfir. Það er þeir sem elska lakkrís.

En hér eru eggin sem þóttu allra best:

Nói Síríus - Piparkroppseggið. Þetta egg er í algjörum sérflokki. Samsetningin er fullkomin og rétt eins og í fyrra er það gríðarlega vinsælt.

Freyja - Djúpuegg. Eggið sem þjóðin elskar. Í bragðprófun Matarvefjarins naut það óhemjuvinsælda og fólk hélt vart vatni.

Góa - Hrauneggið. Aðdáendur Hraunsins fá hér eina snjöllustu uppfinningu síðari ára.

Nói Síríus - Konfekteggið. Hvað getur klikkað? Páskaegg fullt af konfekti. Fyrir fagurkerann.

Omnom - Mr. Carrots. Tæknilega séð ekki páskaegg en aðdáendur fagurra hluta og frábærs súkkulaðis eru andaktugir af hrifningu.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita.

Það er heimilt að gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. …
Það er heimilt að gæða sér á páskaeggjum yfir hátíðina. En mbl.is minnir af því tilefni á málsháttinn „Allt kann sá er hófið kann“. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is