Svona lengir þú líftíma blómanna

Blóm eru ein mesta heimilisprýði sem til er og þá ekki síst afskorin blóm. En þau kosta skildinginn þannig að öll viljum við tryggja að þau lifi sem lengst eftir að heim er komið. Við vitum að það skal alltaf skera neðan af þeim áður en þau fara í vasa en færri vissu að sykur getur leikið stórt hlutverk.

Afskorin blóm munu halda frískleika sínum lengur ef þau fá smá sykur. Hrærðu þremur teskeiðum af sykri ásamt tveimur matskeiðum af ediki í vasa með heitu vatni áður en þú setur blómin í. Sykurinn nærir stilkana og edikið drepur bakteríur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Mykarmastream
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert