Kourtney Kardashian deilir uppáhalds uppskriftinni sinni

Syndsamlegur brownie draumur Kris Jenner.
Syndsamlegur brownie draumur Kris Jenner. mbl.is/Ivan Solis

Elsta Kardashian systirin deilir vinsælu brownie uppskrift móður sinnar, Kris Jenner, á síðunni sinni poosh.com. En þessi uppskrift þykir sú allra besta.

Kris hefur bakað þessar súkkulaðisyndir í mörg ár og Kourtney hefur nú tekið við keflinu og bakar þær fyrir börnin sín. Hún hefur þó örlítið breytt uppskriftinni sem nú er glúten frí og án allra mjólkurafurða - en Kourtney tók allt slíkt út úr mataræði heimilisins fyrir þremur árum síðan.

Það besta við þessa uppskrift er að undirbúningur og bakstur tekur ekki nema um 35 mínútur og útkoman verður 30 brownies sem þú munt elska.

Súkkulaðisynd Kris Jenner

 • 150 g súkkulaði
 • 2 msk. ósaltað smjör
 • 4 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 2 bollar sykur
 • 1 bolli hveiti
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. lyftiduft
 • 1 bolli hakkaðar hnetur
 • 340 g súkkulaðidropar 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 160°C.
 2. Setjið súkkulaði og smjör saman  í skál og hitið í örbylgju, hrærið í og setjið til hliðar.
 3. Blandið saman í matvinnsluvél eggjum og vanilludropum og bætið varlega sykri, hveiti, lyftidufti og salti þar til blandan verður slétt.
 4. Bætið þá brædda súkkulaðismjörinu út í varlega og blandið saman.
 5. Því næst koma hneturnar og súkkulaðidroparnir út í blanarann, og passið að setja eitt hráefni í einu.
 6. Smyrjið blöndunni í smurt form og bakið í 20-25 mínútur eða þar til bakað í gegn.
 7. Látið kólna og skerið í bita. Stráið flórsykri yfir ef vill.
Allt sem til þarf í góða köku.
Allt sem til þarf í góða köku. mbl.is/Ivan Soli
Mæðgurnar Kris Jenner og Kourtney Kardashian.
Mæðgurnar Kris Jenner og Kourtney Kardashian. mbl.is/Steve Granitz_WireImage
mbl.is