Hver á að borga reikninginn?

Deilir þú reikningnum með vinunum eða kemur þú þér undan ...
Deilir þú reikningnum með vinunum eða kemur þú þér undan því að borga? mbl.is/Shutterstock

Þú ert úti að borða með vinahópnum og eftir frábært kvöld er tími til að borga fyrir mat og drykk, en hver borgar?

Venjan hér á landi sem og í Þýskalandi, Kanada og Noregi, er að hver og einn borgar fyrir sig. Á Ítalíu máttu búast við því að þurfa að borga allan brúsann ef þú átt afmæli sem er oftast öfugt hér á landi, þar sem borgað er fyrir afmælisbarnið.

Í Kína, á Filippseyjum og Indlandi er vel við hæfi að skipta reikningum nema þegar eldri borgari er í hópnum eða par, þá mega þau búast við því að borga fyrir alla hina líka.

Ástralar taka annan pól í hæðina og það er yfirleitt sá sem þénar mestan pening sem býðst til að splæsa fyrir kvöldið.

Í löndum á við Mexíkó, Taíland, Spán, Skotland, Kólumbíu og Egyptaland tíðkast það (ekki alltaf samt) að sá sem stakk upp á því að borða saman muni einnig borga brúsann. Á meðan fólk á Írlandi og í Líbanon er tilbúið til slagsmála um hver eigi að borga reikninginn – og þar kemur alls ekki á óvart að fólk finni ýmsar leiðir til að koma sér út úr málunum.

mbl.is