Er sjálfur á Ketó og varð að finna lausn

Kristinn Magnússon

Hamborgarafabrikkan, í samstarfi við Gæðabakstur, hafa þróað nýtt ketó hamborgarabrauð sem inniheldur aðeins 6,4 g. af kolvetni pr. brauð. Brauðið er einstaklega ljúffengt og gerir ketó fólki loksins kleift að fá sér almennilegan ketó hamborgara án þess að sleppa brauðinu. 

„Ég er sjálfur búinn að vera á ketó í nokkra mánuði með góðum árangri. En verandi hamborgarasali og hamborgaraunnandi þá hef ég saknað þess á hverjum degi að geta ekki fengið mér almennilegan hamborgara í brauði. Nú er loksins búið að uppfylla þessa þörf“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Hamborgarafabrikkunnar.

Ketó mataræðið nýtur sívaxandi vinsælda hérlendis og gengur í hnotskurn út á það að skipta úr því að nota kolvetni sem orkugjafa yfir í að nota fitu sem orkugjafa. Ketó er stytting á hugtakinu ketósa (e.ketosis) sem er ástand sem líkaminn kemst í þegar hann skiptir orkubúskap líkamans úr glúkósa (sykri) í fitu. Þegar líkaminn hefur ekki glúkósa til að vinna úr nýtir hann ketóna sem orkugjafa og brennir fituforða sem eldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert