Svona brýtur þú um servíettu sem páskahéra

Krúttaður páskahéri er lentur á disknum. Hér má leika sér …
Krúttaður páskahéri er lentur á disknum. Hér má leika sér með að skreyta sjálft eggið - mála það eða teikna á það andlit. mbl.is/Mainlifestyle.com

Ertu búin/n að ákveða hvernig þú ætlar að skreyta páskaborðið í ár? Það er alltaf fallegt að setja greinar í vasa og dekka upp með ljósum og náttúrulegum litum – þá bæði í leirtaui og fylgihlutum.

Servíetturnar skipta ekki minna máli en annað á borðinu. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig brjóta má um servíettu sem páskahéra og leggja á matardiskinn. Skemmtileg hugmynd sem allir í fjölskyldunni geta hjálpast að með.

mbl.is