Hannaði draumaeldhúsið hjá IKEA

Útkoman er svona þegar karlmaður tekur það að sér að …
Útkoman er svona þegar karlmaður tekur það að sér að hanna rýmið. mbl.is/Andrea Papini

Hvernig lítur karlmannlegt eldhús út? Við erum að tala um eldhús hannað af karlmanni sem elskar góðan mat og notar eldhúsið sem skapandi rými og verkstæði. Þessi útkoma er í það minnsta stórkostleg.

Það var innanhúss-stílistinn Hans Blomquist sem skapaði þessa draumaveröld karlmannsins í eldhúsinu úr IKEA innréttingum og fylgihlutum – þar sem maðurinn prófar sig áfram og reiðir fram litla smárétti upp úr leynilegum uppskriftum. Hér er allt innan seilingar, hvort sem um kryddjurtir, potta eða sleifar eru að ræða. Dásamlegt!

Hér er allt við höndina þegar reiða á fram kvöldmat.
Hér er allt við höndina þegar reiða á fram kvöldmat. mbl.is/Andrea Papini
Það var stílistinn Hans Blomquist sem sá um þessa útfærslu. …
Það var stílistinn Hans Blomquist sem sá um þessa útfærslu. Ótrúlega skemmtilegt að sjá. mbl.is/Andrea Papini
mbl.is/Andrea Papini
mbl.is/Andrea Papini
mbl.is