Hvað leynist í sófanum þínum?

Finnst þér gott að maula á mat upp í sófa ...
Finnst þér gott að maula á mat upp í sófa yfir góðum þætti? mbl.is/Shutterstock

Sófinn er örugglega eitt mest notaða húsgagnið á heimilinu. Við hendum okkur í sófann eftir annasaman dag og tökum jafnvel smá snakk með til að hafa það kósí með fjölskyldunni – og við vitum vel hvar matarleyfarnar eiga það til að enda.

Þegar sófinn tekur á móti mat og drykk og jafnvel gæludýrum er engin furða að hann geti breyst í bakteríubombu. Og það er afar sjaldan sem við tökum sófann í gegn.

Flest okkar þrífum oftar það sem er meira sýnilegt og beint fyrir framan okkur. Á meðan annað gleymist því það er ekki eins mikið upp á borðunum eins og leyndardómarnir undir púðunum í sófanum.

Til að þrífa sófann er best að byrja á því að fjarlægja alla púða og pullur úr sófanum og ryksuga hann vel. Ef þú ert með tausófa gætir þú þrifið bletti úr með uppþvottalögi. Notið þá volgt vant og hreinan klút og passið að nudda ekki of mikið. Prófið ykkur áfram á minna sýnilegum stöðum til að byrja með og fikrið ykkur áfram.

Sumir sófar eru með áklæði sem hægt er að renna af og setja í vélina sem er snilldin ein. Á meðan aðrir eru jafnvel úr ullaráklæði sem má ekki blotna of mikið, þá gæti hann farið að lykta.

Hreinn og fínn sófi - alveg eins og við viljum ...
Hreinn og fínn sófi - alveg eins og við viljum hafa hann. mbl.is/sofamania.com
mbl.is