Nýr ógnarfagur litur frá Stelton

Ný og glæst kanna frá Stelton.
Ný og glæst kanna frá Stelton. mbl.is/Stelton

Enn einn liturinn hefur bæst í flóruna á þekktustu kaffikönnu Stelton, EM77,  sem hönnuð var af Erik Magnussen árið 1977.

Í tilefni að 40 ára stórafmæli könnunnar frá því hún kom fyrst út, er hún nú fáanleg í dökkum brúnum og möttum metallic lit með sérstöku logo hönnuðarins. Könnunni fylgir þrýstitappi og einnig skrúfulok svo auðvelt er að flytja heita drykki á milli staða í könnunni.

Falleg þessi matta áferð sem kannan ber.
Falleg þessi matta áferð sem kannan ber. mbl.is/Stelton
mbl.is