Auðveldustu brúnkur í heimi

mbl.is/María Gomez

Það er gaman að baka frá grunni og allt það en stundum er skemmtilegra að baka kökur sem eru svo syndsamlega auðveldar að það er varla hægt að tala um að það taki í. 

María Gomez á Paz.is mærir þessar brúnkur í hástert enda ekkert skrítið. Þær eru hreinasta afbragð og vel þess virði að prófa. 

mbl.is/María Gomez

Auðveldustu brúnkur í heimi

  • 1 pakka Toro Brownie mix
  • 1 dl vatn
  • 100 gr bráðið smjör/smjörlíki
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Setjið duftið í skál
  2. Setjið næst brætt smjör/smjörlíkið út í
  3. Best er að bæta köldu vatninu hér við
  4. Setjið svo egginn að lokum svo þau soðni ekki í heitu smjörinu
  5. Setjið í smurt bökunarform annað hvort kringlótt eða ferkantað
  6. Bakið í 30-35 mínútur við 165-175 C°hita á blæstri (fer eftir ofnum)
mbl.is/María Gomez
mbl.is