Sjö merki þess að þú sért að borða of mikinn sykur

Ertu að borða of mikinn sykur?
Ertu að borða of mikinn sykur? mbl.is/Getty

Það er engin flökkusaga að sykur smakkist vel en oftast er hann ekki að gera okkur neitt sérstaklega gott. Við verðum þreytt og úthaldslítil, fyrir utan að safna á okkur aukakílóum.

Frá blautu barnsbeini höfum við fengið að heyra að sykur sé óhollur – samt ráðum við ekki við okkur og köfum dýpra ofan í nammipokann þó að við vitum að við séum löngu komin með nóg.

Hér eru nokkur atriði sem undirstrika að þú sért að innihalda of mikinn sykur í líkamanum.

Þreyta
Sveiflast orkan þín mikið yfir daginn – finnur þú fyrir orkuleysi og þreytu? Þá ættir þú að skoða hvað þú ert að innihalda mikið magn af sykri yfir daginn. Ef líkaminn er vanur að fá sykur þá reynir hann að endurheimta jafnvægið með því að sækja orku frá mismunandi stöðum líkamans sem getur sett allt úr skorðum.

Einbeitingaskortur
Of mikill sykur í líkamanum getur líka haft þau áhrif að þú átt erfitt með að halda einbeitingunni í lagi. Kroppurinn kallar þá stanslaust á meiri orku sem dregur athygli þína frá því sem þú ert að fást við. Það má þó mæta kröftugri rödd sykursins með líkamlegri hreyfingu. Þegar líkaminn vill meiri sykur getur þú skottast út í göngutúr eða í ræktina og breyta þar að leiðandi hringrásinni í jákvæðan spíral.

Skapörðugleikar
Eins og með þreytu og einbeitingaskort, þá getur sykur einnig haft mikil áhrif á skapið okkar. Nokkrar stöðvar heilans virkjast meira segja við það eina að sjá sykurinn í ýmsum myndum.

Óhrein húð
Ef að húðin þín er mjög óhrein eru miklar líkur á að þú sért að borða of mikinn sykur. Sykurinn fer nefnilega ekki nógu vel í hormónakerfið. Mikilvægustu hormónarnir í líkamanum, sem virka vel hjá flestum okkar, gefa okkur tækifæri til að fjarlægja umfram sykur úr blóðinu – en það kostar sitt eins og allt annað.

Betri svefn
Margir geta sett samasemmerki á milli þess að sofa betur eftir að hafa hætt að borða sykur og sætindi eftir kvöldmat. Við vitum að hormónarnir fara í fulla vinnu eftir að við höfum neytt sykurs sem getur haft áhrif á hormónana sem hafa áhrif á líkamsklukkuna. 

Matarlyst og stöðugt hungur
Sykur getur haft töluverð áhrif á matarlystina. Mikil sykurbrennsla og lág fitubrennsla hefur þau áhrif að þér finnist þú ekki vera nægilega södd/saddur. Sumum finst þeir blása meira út af of miklum sykri. Það fer dálítið eftir því hvað annað er í maganum sem sykurinn fylgir á eftir. Og það er alltaf betra að fá sykurinn í gegnum ávexti en gúmmíbangsa.

Aukakílóin
Við vitum öll að sykur getur gefið okkur auka handföng á hliðarnar, en þegar við tölum um yfirþyngd þá er sykurinn aðeins meira en bara kalóríur. Blóðsykurinn þinn getur hækkað örlítið eftir inntöku sykurs í líkamann en getur að sama skapi haft meiri og lengri áhrif á hormónana. Eitt af hormónunum þínum getur skipað frumunum þínum til að stöðva alla fitubrennslu, sem getur varað í marga tíma. Svo borðir þú mikið af sykri yfir daginn getur það reynst líkamanum ómögulegt að brenna fitu. 

mbl.is/Nucific.com
mbl.is