Hinn fullkomni partýréttur!

mbl.is/GRGS.is

Ef þið viljð slá í gegn í matarboðinu þá bjóðið þið upp á þetta guðdómlega flatbrauð. Það er lítið mál að vera búinn að baka botninn fyrr um daginn og henda svo á hann álegginu.

Það eru meistararnir á GRGS sem eiga heiðurinn að þessari snilld sem mun slá í gegn við öll tilefni. 

Flatbrauðs Botn

 • 230 ml volgt vatn
 • 2 msk ólífu olía
 • 7 dl heilveiti
 • 2 tsk þurrger

Álegg

 • 4 hvítlauksrif
 • 2 msk. majónes
 • 3 msk. sýrður rjómi
 • 3 sneiðar parma skinka
 • klettasalat
 • 2 lúkur möndlur
 • 1 msk. hunang
 • döðlur eftir smekk

Aðferð:

1. Öllum hráefnum fyrir botninn er hnoðað saman

2. Deiginu leyft að hefast í skál í 20 - 30 mín.

3. Hvítlauksrif bökuð í ofni í 20 mín. á 200 gráðum

4. Bökuð hvítlauksrif kramin með gaffli og blandað við sýrðan rjóma og majónes

5. Botninn er hnoðaður út og bakaður þar til hann verður stökkur

6. Botninn skorinn í mátulega stórar sneiðar áður en áleggi er raðað á hann.

7. Hvítlauks majónesi er smurt á botninn.

8. Parma skinka skorin í sneiðar og raðað ofan á hvítlauks mæjóið.

9. Klettasalat, niðurskornar döðlur, möndlur & parmesan ostur ef fólk vill, raða ofan á

10. Gróft salt eftir smekk.

Ef þið viljð slá í gegn í matarboðinu þá bjóðið þið uppá þetta guðdómlega flatbrauð. Það er lítið mál að vera búinn að baka botninn fyrr um daginn og henda svo á hann álegginu.

mbl.is/GRGS.is
mbl.is