Svona lifir þú páskadag af

Það er páskadagur. Framundan er súkkulaðiát ársins og börnin ráða sér vart fyrir spenningi. Á einhverjum heimilum er reynt að hvetja til almenns hófs en horfumst í augu við staðreyndir: stærsta sykurflipp þjóðarinnar er í fullum gangi.

Sumir hafa barist gegn súkkulaðihefðinni með ágætis árangri en fyrir okkur hin - sem stöndum frammi fyrir því að börnin okkar eru að fara innbyrða fleiri þúsund hitaeiningar í formi sælgætis í dag er nauðsynlegt að grípa til einhverra aðferða.

Hér eru tvö góð ráð sem ættu að gagnast ykkur:

Skammtaðu súkkulaðið: Hvettu á skynsamlegan hátt til þess að börnin spari súkkulaðið eða skiptu því niður fyrir þau. Ef börnin hafa fengið meira en eitt egg er ágætt að leyfa þeim bara að byrja á einu í dag og láta þau deila afganginum niðrá næstu laugardaga. Þetta gæti jafnvel dugað sumum fram á vorið. Ég man eftir einu tilfelli þar sem páskaegg voru borðuð allan ársins hring af þessum sökum. Frystu jafnvel eggin. Það ætti ekki að spilla neinu. 

Farðu út úr húsi: Þetta er bráðnauðsynlegt atriði enda er hér um ræða hreina stærðfræði. Ef við borðum mikið magn af hitaeiningum er nauðsynlegt að brenna þeim. Hreyfing og útivera gerir kraftaverk og kemur í veg fyrir að fólk hreinlega leggist í rúmið af völdum sykurs. Munið að sykur er afskaplega óhollur - sérstaklega í miklu magni og gerir engum gott í óhófi. 

Meðal nýjunga frá Nóa Síríus í ár er páskakanína úr …
Meðal nýjunga frá Nóa Síríus í ár er páskakanína úr hvítu súkkulaði sem trónir stolt á eggjunum. Nói Síríus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert