Drykkurinn eins og vinkonurnar vilja hafa hann

Fölbleikur og ekta í næsta saumaklúbb.
Fölbleikur og ekta í næsta saumaklúbb. mbl.is/Nicoline Olsen

Við erum að hittast yfir einum fölbleikum „görlí“ drykk eins og vinkonurnar í saumaklúbbnum vilja hafa hann. Hér er hindberjasírópi bætt við gin og tonic sem gerir drykkinn eins og hann er. Það verður enginn svikinn á góðum kokteil sem þessum hér.

Drykkurinn eins og vinkonurnar vilja hafa hann (1 glas)

  • 3 cl hindberjasíróp
  • 5 cl gin
  • Nokkrir sítrónudropar
  • 15 cl tonic
  • Klakar
  • Sítrónutimían til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í hristara og hristið vel. Hellið í glas.
  2. Skreytið með grein af sítrónutimían.
mbl.is