„Þú máttir nú ekki við þessu, feita fífl“

Málshættir eru misjafnir eins og gefur að skilja og einn er sá málsháttur sem skekur veraldarvefin þessa stundina og eru menn annaðhvort æfir af reiði eða sammála um að þetta sé bráðfyndinn málsháttur.

Við fullyrðum ekki hvort um sé að ræða heimatilbúinn málshátt eða hvort hann kom úr páskaeggi en sá sem birti myndina á Facebook fullyrðir að svo sé. En ljóst er á fjölda athugasemda að sitt sýnist hverjum.

mbl.is