Sveppasúpa sem hleypir vatni í munninn

Ein sú allra besta sveppasúpa sem þú munt smakka.
Ein sú allra besta sveppasúpa sem þú munt smakka. mbl.is/Anders Schønnemann

Dekraðu við þig og þína með þessari gúrme sveppasúpu með kapers og vætukarsa. Súpur eru hinn mesti herramannsmatur, fyrir utan hvað þær eru einfaldur og þægilegar í matreiðslu.

Sveppasúpa sem hleypir vatni í munninn (fyrir 6)

Grunnur:

  • 500 g sveppir
  • 2 laukar
  • ½ sellerí
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 2 lárviðarlauf
  • 2 msk. salt
  • 5 timían-stilkar
  • 10 piparkorn
  • 3 lítrar vatn

Súpa:

  • 500 g blandaðir sveppir
  • 1 msk. smjör
  • 1 msk. hveiti
  • 2 l grunnur
  • 100 ml rjómi
  • Salt og pipar
  • 1 tsk. rifið múskat

Annað:

  • 300 g blandaðir sveppir
  • Sirka 10 g smjör
  • 4 msk. kapers
  • Salt og pipar
  • Vatnakarsi til skrauts

Aðferð:

Grunnur:

  1. Hreinsið sveppina og skerið þá gróflega. Bræðið smjör í potti og steikið sveppina.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í fyrir utan vatnið og hrærið vel í.
  3. Bætið vatninu út í og þegar byrjar að sjóða, lækkið þá í hitanum og látið malla í 1 tíma. Takið því næst af hitanum og sigtið.
  4. ATH: Það má geyma grunninn í allt að eina viku í ísskáp og einnig setja í frysti.

Súpan:

  1. Hreinsið sveppina og skerið í skífur. Bræðið smjör á pönnu og steikið sveppina upp úr því.
  2. Bætið hveiti út á pönnuna og hrærið saman. Bætið því næst grunninum út á og leyfið suðunni að koma upp. Látið malla í 5 mínútur.
  3. Bætið rjómanum út á og smakkið til með salti, pipar og múskati. Látið malla áfram í aðrar 5 mínútur.

Annað:

  1. Hreinsið sveppina og skerið í skífur. Steikið upp úr smjöri ásamt kapers í 3-5 mínútur rétt áður en súpan er borin fram. Smakkið til með salti og pipar og berið fram heita og skreytið með vatnakarsa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert