Geggjuð ketó matarveisla

mbl.is/Kolfinna Kristínardóttir

Til er fólk sem sérhæfir sig í ketó mataræði og hefur heilu vefsíðurnar undir afraksturinn - okkur hinum til einlægrar gleði. Kolfinna Kristínardóttir er ein þeirra en hún heldur úti síðunni IcelandKeto þar sem allt úir og grúir af gómsætum ketó réttum. 

Kristín segir þennan einfalda rétt mjög vinsælan á asískum veitingastöðum. Hún hafi ákveðið að gera ketó væna útgáfu af honum. Hægt sé bera réttinn fram með blómkálshrísgrjónunum. Uppskriftin er fyrir 2-3 manneskjur.

Nautakjöt með brokkólí

  • 1 brokkólíhaus - smátt skorinn
  • 1 pakki af nautaþynnum frá Kjarnafæði (keypti í Bónus, í frystinum)
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 1 matskeið rifinn engifer
  • 2 matskeiðar seasam-olía

Steikið brokkólíið upp úr olíu, hvítlauk og engifer í 5-8 mín. Takið til hliðar og steikið svo kjötið á sömu pönnu og bætið svo brokkólíinu aftur við. Geymið til hliðar á meðan sósan eldast.

Sósa:

  • 1/2 bolli nautasoð
  • 2 matskeiðar soya sósa eða liquid aminos
  • 2 matskeiðar fiber síróp
  • Pipar eftir smekk (helst hvítur pipar ef þið eigið hann til).

Látið malla á lágum hita í 10-15 mín., þar til sósan fer að þykkna. Þá er henni hellt yfir pönnuna og hrært vel saman við kjötið og brokkólíið.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Kolfinna Kristínardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert