Öðruvísi útfærsla af kjúklingaborgara

Þú getur borðað þennan með góðri samvisku því uppskriftin er …
Þú getur borðað þennan með góðri samvisku því uppskriftin er meinholl. mbl.is/Chelseasmessyapron.com

Kjúklingur er örugglega besta hráefni sem hugsast getur, því það má matreiða kjúkling á ótal vegu – eða svo gott sem. Hér er ein skotheld og meinholl útgáfa af kjúklingaborgara sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara.

mbl.is/Chelseasmessyapron.com

Öðruvísi útfærsla af kjúklingaborgara

 • 3 bollar kjúklingur, skorinn í bita
 • ¾ bolli sellerí
 • 1 bolli rauð vínber
 • ½ bolli möndluflögur
 • ½ bolli þurrkuð trönuber
 • Ranch dressing
 • salt og pipar
 • 1 msk. valmúafræ
 • hamborgarabrauð
 • salat

Aðferð:

 1. Eldið kjúklinginn og skerið í litla bita, setjið í skál.
 2. Skerið sellerí smátt og skerið vínberin til helminga. Setjið út í skálina með kjúklingnum.
 3. Bætið því næst möndluflögum og trönuberjum út í. Ristið jafnvel möndluflögurnar til að fá auka bragð.
 4. Hellið ranch dressingu út í skálina eftir þörfum og saltið og piprið. Dreifið valmúafræjum yfir ef vill.
 5. Blandið vel saman.
 6. Leggið salatblöð á hamborgarabrauðið og smyrjið góðu lagi af kjúklingablöndunni þar ofan á.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is/Chelseasmessyapron.com
mbl.is/Chelseasmessyapron.com
mbl.is