Kjúklingaskál með kókos-hrísgrjónum

Hleypið okkur að þessari girnilegu skál, núna!
Hleypið okkur að þessari girnilegu skál, núna! mbl.is/Howsweeteats.com

Réttir sem þessi eru algjört augnayndi auk þess sem þeir bragðast eins og sælgæti. Hér er öllu raðað saman í fallega skál eins og nýtur mikilla vinsælda þessi dægrin. Við kynnum hér einstaklega góða skál sem inniheldur marineraðan kjúkling með kókoshrísgrjónum, ásamt litríku grænmeti.

mbl.is/Howsweeteats.com

Kjúklingaskál með kókos-hrísgrjónum

 • 700 g kjúklingabringur
 • 3 msk. sojasósa
 • 2 msk. púðursykur
 • 2 msk. sesamolía
 • 1 msk. chili hvítlaukssósa
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 1 tsk. rifinn engifer

Kókos-hrísgrjón:

 • 1½ bolli jasmín-hrísgrjón
 • 1½  bolli kókosmjólk
 • ½ bolli kókosvatn
 • ¼ tsk. salt
 • 1½ msk. kókosolía

Fyrir skálina:

 • 4 vorlaukar, fínt skornir
 • 3 stórar gulrætur, skornar í strimla
 • 2 bollar rauðkál, skorið
 • 1-2 avocado, skorið í þunnar sneiðar
 • 2 msk. ristuð sesamfræ
 • ¼ bolli steinselja
 • 1 lime

Aðferð:

 1. Setjið kjúklinginn í poka. Pískið saman í skál sojasósu, sykri, sesamolíu, hvítlaukssósu, hvítlauk og engifer. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn. Gott er að gera þetta í það minnsta hálftíma áður en kjúklingurinn er eldaður eða deginum áður.
 2. Kókoshrísgrjón: Hitið pönnu á meðalhita og setjið hrísgrjón út á pönnuna ásamt kókosmjólk, kókosvatni og salti. Hrærið í og látið suðuna koma upp. Lækkið þá í hitanum og látið malla í 30 mínútur þar til vökvinn hefur gufað upp. Hrærið aðeins í hrísgrjónunum með gaffli og bætið kókosolíunni út í.
 3. Grillið annaðhvort kjúklinginn eða setjið í ofn á 220°C í 30 mínútur (athugið samt hvort hann sé tilbúinn eftir þann tíma). Leyfið kjúklingnum að hvíla í 10 mínútur áður en þú skerð hann niður.
 4. Setjið kókoshrísgrjón á botninn á skál, því næst kemur avocado, rauðkál, gulrætur, vorlaukur og smá steinselja.
 5. Toppið með kjúklingnum ásamt nokkrum avocado-sneiðum. Stráið ristuðum sesamfræjum yfir og kreistið lime yfir allt saman.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is