Risakartaflan reyndist vera hótel

mbl.is/Airbnb

Þetta er nú eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi. En þessi forkunnarfagra risa kartafla sem er að finna í kartöflufylkinu Idaho er í raun ekki alvöru kartafla heldur hótel.

Um er að ræða kartöfluhylki sem leigt er úr á Airbnb en kartaflan var smíðuð í tilefni 75 ára afmælis kartöflusamtaka fylkisins.

Nóttin kostar um 25 þúsund krónur og það verður að segjast eins og er að þetta er spennandi kostur.

mbl.is/Airbnb
mbl.is/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert