Mjúkir munnbitar með saffran

Kakan dregur lit sinn af saffraninu sem notað er við …
Kakan dregur lit sinn af saffraninu sem notað er við baksturinn. mbl.is/Santamariaworld.com

Dúnmjúkir munnbitar með saffran og gulrót eru hér á boðstólnum. Þessi kaka mun kæta mannskapinn sem hana mun smakka.

Til fróðleiks má geta að saffran er eitt dýrasta krydd veraldar, en ástæðurnar felast í því að það þarf gífurlega mörg blóm til að framleiða eitt kíló af saffran, eða um 150-200 þúsund. Önnur ástæðan er sú að einungis er hægt að handtína fræið og þarf tínslan að fara fram snemma morguns því hitinn yfir hádaginn getur komið í veg fyrir gæði fræsins. Þar fyrir utan stendur blómgun saffrans einungis yfir í 4 vikur eða frá miðjum október fram í miðjan nóvember.

Mjúkir munnbitar með saffran

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 200 g smjör
  • 1 poki/bréf Santa Maria saffran
  • 1,5 dl mjólk
  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 gulrót
  • 0,5 dl flórsykur til skrauts

Aðferð:

  1. Takið fram bökunarmót í stærðinni 23x30 cm. Klæðið það með bökunarpappír og smyrjið að innan.
  2. Rífið gulrótina með rifjárni og bræðið smjörið.
  3. Pískið egg og sykur saman þar til blandan verður loftkennd. Bætið við smjöri, saffran, gulrót og mjólk. Blandið lyftidufti saman við hveitið og hrærið því varlega saman við eggjablönduna.
  4. Hellið deiginu í mótið og bakið neðst í ofni við 175°C í 25 mínútur.
  5. Stráið smá sykri á bökunarpappír og snúið kökunni við á borðinu. Leyfið henni að kólna. Gott er að pensla bökunarpappírinn með köldu vatni sem kakan var bökuð með, til að losa pappírinn frá kökunni án þess að botninn festist við.
  6. Skerið kökuna í 4x4 cm og stráið flórsykri yfir.
  7. Geymið kökuna í kæli, pakkaða inn í plastfilmu til að hún haldist lengur mjúk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert