Svona gerir þú kökurósir eins og meistari

Nú er komið að því að læra að gera fallegar rósir úr kremi en slíkt hefur baksturinn upp á næsta stig og gott betur.

Í þessum þætti er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí.is búin að baka Betty bollakökur eftir kúnstarinnar reglum en saman við blönduna setur hún smá auka kakó og pakka af Royal búðingi með súkkulaðibragði.

Nýja saltkarmellukremið er notað í rósirnar og til að deigið verði stífara bætir hún flórsykri saman við kremið.

Þetta er lygilega auðvelt þegar maður er kominn upp á lagið með það og við hvetjum ykkur sannarlega til að prófa.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is