Vel heppnuð kartöflusúpa með osti

Kartöflusúpa af bestu gerð var að koma á borðið.
Kartöflusúpa af bestu gerð var að koma á borðið. mbl.is/isabellas.dk

Matarmikil og góð súpa stendur ávallt fyrir sínu og þessi uppskrift er algjörlega upp á tíu! Við hvetjum ykkur til að prófa enda fátt betra en góða súpa sem mettar vel.

Vel heppnuð kartöflusúpa með osti (fyrir 6)

 • 2 bökunarkartöflur
 • 1 laukur
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 30 g smjör
 • 1 tsk. sykur
 • 1 tsk. eplaedik
 • 1 l kraftur
 • 300 g ætifífill/jarðskokkar
 • ½ l sólblómaolía
 • 200 g parma ostur, Primadonna eða annar sambærilegur og bragðmikill ostur

Aðferð:

 1. Skrælið kartöflurnar og hakkið ásamt lauk og hvítlauk. Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri og bætið kartöflunum út í. Látið malla í 5 mínútur.
 2. Bætið sykri og edik út í og látið malla áfram í 2 mínútur. Hellið kraftinum út í látið malla í aðrar 5 mínútur. Lækkið hitann og leyfið þessu að standa í aðrar 30 mínútur.
 3. Skerið ætifífilinn/jarðskokkana í þunnar skífur og steikið á pönnu upp úr olíu í stutta stund. Leggið því næst á eldhúspappír og látið fituna leka af.
 4. Hrærið í súpunni og smakkið til með helmingnum af ostinum.
 5. Berið súpuna fram með osti á toppnum ásamt steiktum ætifífla-/jarðskokkaflögum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Isabellas.dk
mbl.is