Uppáhaldsfiskur Jennifer Garner

mbl.is/

Jennifer Garner sést hér matbúa uppáhalds fiskréttinn sinn sem hún segir að börnin sín elski! Við erum að tala um fiskistauta eins og þeir gerast bestir og ef þið eruð ekki viss hvernig á að fylgja uppskriftinni þá þurfið þið ekki að hafa neinar áhyggjur því þykjustusjónvarpsþátturinn sýnir nákvæmlega hvernig aðferðin er.

Fiskistautarnir sem fjölskyldan elskar

  • 450 g fiskur (þorskur er ákjósanlegur)
  • 1/4 bolli hveiti
  • salt
  • pipar
  • 1 egg
  • 1 bolli panko brauðrasp (venjulegt eða heilhveiti)
  • 3/4 bolli kornflex sem búið er að mylja vel niður (má nota hvaða morgunkorn sem er)
  • olía til að steikja

Aðferð:

Skerið fiskinn niður í heppilega bita. Þú vilt hafa þá alla svipaða að stærð.

Náðu í þrjár skálar.
Skál 1: 1/4 bolli hveiti, salt og teskeið af ferskum pipar.

Skál 2: brjóttu eggið í skálina, blandaðu smá vatni við og blandaðu saman með gaffli.

Skál 3: Blandaðu saman Panko og kornflex mylsnu. Hafðu disk tilbúinn til að leggja fiskistautana á þegar þeir eru tilbúnir.
Byrjaðu á því að setja hvern bita í skál eitt, svo númer tvö og loks númer þrjú.

Þegar þú ert búin/n með helminginn skaltu byrja hita olíuna á pönnunni (miðlungshár hiti). Það á vera 5-7 mm þykkt olíulag í pönnunni.

Steikið 5-6 bita í einu á pönnunni (eða eins og passar á ykkar pönnu). Passið að það sé ekki of þröngt.

Settu eldhúspappír á disk og leggðu fiskistautana á þegar þeir eru tilbúnir.

Athugið að fiskurinn eldast nokkuð hratt þannig að fylgstu vel með meðan á steikingu stendur.

 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert