Gordon Ramsay: Aldrei elda kaldan kjúkling

Gordon Ramsay er með frábær matreiðslunámskeið á Masterclass.
Gordon Ramsay er með frábær matreiðslunámskeið á Masterclass. mbl.is/Masterclass

Þegar meistararnir tala þá hlustum við! Meðal þess sem Gordon Ramsay predikar í hinum ægivinsælu námskeiðum sínum á Masterclass (og allir geta keypt sér aðgang að) er að aldrei skyldi elda kjúkling kaldan.

Hitið hann alltaf upp í stofuhita áður en eldamennskan hefst - annars missir hann svo mikinn safa og verður þurr og leiðinlegur fyrir vikið.

Eitthvað segir mér að fæstir hafi gert sér grein fyrir þessu en svona er Gordon kallinn. Stútfullur af fróðleik.

Annars má hiklaust mæla með námskeiðinu fyrir alla þá sem hafa áhuga á mat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert