Hlutir sem eiga ekki heima í eldhússkápunum

Eru skáparnir þínir fullir af óþarfa dóti sem tekur pláss?
Eru skáparnir þínir fullir af óþarfa dóti sem tekur pláss? mbl.is/Zeke Ruelas

Þegar kemur að því að raða í skápa og skúffur er stundum betra að fara yfir hvað eigi ekki að vera þar og taka það frá.

Morgunverðarbakkar
Bakkar sem þú berð morgunverðinn fram á í rúmið á alls ekki að taka pláss úr skápunum. Þessir eiga heima annars staðar nema þú sért með standandi veislu kvöld eftir kvöld og notar bakkann til að flytja glös og leirtau úr stofu í eldhúsið til að létta undir verkið.

Textíll
Tauservíettur, diskamottur og dúkar eiga heima annars staðar. Engin ástæða til að blanda saman textíl við mat og græjur. Ef þú neyðist til að geyma þetta í eldhúsinu, reyndu þá að notast við efstu hillur til að það sullist ekkert matarkyns á textílinn.

Græjur sem þú notar aldrei
Eru skáparnir þínir fullir af græjum á við poppvél, ísvél, vöfflujárn og fleira? Ef þú notar þessi tæki – þá er það alveg frábært. Ef ekki, þá skaltu koma þeim fyrir annars staðar. Reyndar væri gott ráð að selja eða gefa tækin ef þú hefur ekki notað græjuna síðustu fimm árin.

Græjur sem þú notar daglega
Eldhústæki sem þú notar daglega eiga heima uppi á borði en ekki inni í skáp. Það auðveldar þér heilmikið að vera ekki að taka þær út daglega og laga snúruna o.s.frv.

Skraut
Nema þú sért með standandi gleðskap alla daga, þá á allt partýskraut heima annars staðar en inni í eldhússkáp. Settu þetta frekar í merktan kassa og inn í geymslu eða háaloft.

Útidót
Það gildir sama reglan um þetta og skrautið. Ef þú átt alls kyns dót, bakka og glös sem þú notar einungis yfir sumartímann úti á palli – þessa tvo daga yfir árið, þá skaltu ekki eyða plássi fyrir það í eldhússkápunum. 

mbl.is/findimg.me
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert