Nutella Panna Cotta a la Töddi

mbl.is/Töddi

Það er fátt sem toppar góðan eftirrétt og þessi hér er alveg hreint upp á tíu. Engan skyldi undra enda er það meistari Töddi sem er að brasa af sinni alkunnu snilld. 

Nutella Panna Cotta a la Töddi

  • 500 ml rjóma
  • 75 gr. sykur
  • 1 vanillustöng
  • 2 kanilstangir
  • 2 msk. Nutella
  • 2 gelatínblöð
  • Smá mjólk

Aðferð:

Gelatínblöðin eru lögð í bleyti í mjólk og leyft að mýkjast upp, á meðan er ágætt að skafa innan úr vanillustönginni . Allt hitt er síðan sett saman í pott, hitað upp að suðu, þá lætur maður vanillufræin og stöngina út í ásamt gelatíninu og mjólkinni sem það var í og látið malla í ca. 3 mínútur á meðan maður hrærir stöðugt og passar að blandan sé mjúk og fín.

Mér finnst fallegt að nota falleg lítil form en þetta má gera á alla vegu. Ég kæli formin og leyfi jöfnunni að kólna aðeins, svo hellir maður í gegnum sigti í formin og leyfir að standa í kæli í 4-5 klst.

Svo er geggjað að bera fram með t.d. ristuðum möndlum og kirsuberjasósu, það er svona hátíðarútgáfan.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Töddi
mbl.is