Starbucks og Nespresso í samstarf

mbl.is/Starbucks

Þau tíðindi berast nú vestanhafs að kaffikeðjan Starbucks sé að setja á markað hylki fyrir Nespresso-kaffivélar. Ekki er um að ræða neina hallarbyltingu heldur samstarf milli Starbucks og Nespresso sem búið er að vera í vinnslu í töluverðan tíma og er liður í stefnu beggja fyrirtækja sem felur í sér að hámarka kaffiupplifun í heimahúsum, ef svo mætti að orði komast.

Nespresso hefur verið gagnrýnt fyrir hversu óumhverfisvænar umbúðirnar eru og hefur fyrirtækið gert mikið til að breyta því. Nýju Starbucks-hylkin verða öll unnin úr áli og endurvinnanleg. Hægt verður að fá fjórar tegundir af kaffinu og til að byrja með verður sjálfsagt auðveldast fyrir íslenska neytendur sem vilja prófa að panta hylkin frá Amazon þar sem hylkin eru ekki væntanleg hingað til lands eins og sakir standa.

Nespresso-vélar njóta mikilla vinsælda.
Nespresso-vélar njóta mikilla vinsælda. mbl.is/Nespresso
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert