Svona nærðu tyggjói úr fatnaði

mbl.is/Colourbox

Það getur reynst hvimleitt að fá tyggjóklessu í fötin. Gerist oftar en ekki hjá yngri kynslóðinni þó að slík óhöpp geti líka átt sér stað hjá fullorðnum. Þá er engin ástæða að hlaupa til og fjárfesta í rándýrum blettahreinsi þegar við getum græjað þetta sjálf heima í eldhúsinu.

Settu flíkina inn í frysti í lágmark 1 klukkustund – þá ættir þú að geta losað tyggjóið auðveldlega af og getur þvegið flíkina samkvæmt leiðbeiningum.

En hvað gerum við í því þegar tyggjó-lumman lendir á gólfmottunni eða sófasettinu? Tyggjó á það til að festast „alveg óvart“ þar líka og það er öllu erfiðara að henda heilum sófa í frystinn.

Þá er ráð að grípa poka af frosnum baunum eða álíka og leggja á blettinn, þá ættir þú að geta brotið tyggjóið burt. Nú ef eitthvað situr eftir þá er spurning um að prófa sig áfram með hreinsibensíni og þá á stað sem er lítið áberandi. Sumir vilja meina að ólífuolía eigi líka að gera gæfumun, en það fer allt eftir hvaða efni er verið að vinna með.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Það er töff að vera með tyggjó - en tyggjóið …
Það er töff að vera með tyggjó - en tyggjóið á það til að lenda á ólíklegustu stöðum. mbl.is/Paramount Pictures
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert