Færeyjar með tvær Michelin stjörnur

KOKS er Michelin-veitingastaður í Færeyjum sem vert er að skoða …
KOKS er Michelin-veitingastaður í Færeyjum sem vert er að skoða nánar. mbl.is/Claes Bech-Poulsen

Við erum lent í Færeyjum (ekki bókstaflega samt) – þar sem einn fallegasta og áhugaverðasta veitingastað þar í landi er að finna.

Í Færeyjum búa rúmlega 50 þúsund manns og um 70 þúsund kindur. En þar er bara einn veitingastaður sem ber nafnið KOKS með tvær Michelin-stjörnur í vasanum og er fyrsti veitingastaðurinn þar í landi til að hljóta þessa eftirsóttu nafnbót.

Þeir sem tryggja sér sæti á staðnum yfirgefa hann ekki á fastandi maga en á KOKS er meðal annars boðið upp á úrvals fisk, lambakjöt, skelfisk og rótargrænmeti – allt ræktað eða veitt í Færeyjum. Matseðillinn er ekki flókinn, þar sem boðið er upp á smakkseðil og samanstendur af átján réttum. Slík veisla kostar um 30 þúsund krónur og ef þú kýst að fá sérvalin vín með hverjum og einum rétti kostar það 23 þúsund krónur að auki. 

Þeir sem vilja leggja leið sína á glæsilegan og spennandi veitingastað geta tekið beint flug frá Reykjavík. Þið finnið svo staðinn í nútímavæddu húsi við fjallsenda með útsýni yfir strandbæinn Kirkjubøur sem þykir einn sá fallegasti á eyjunni – með torfhúsum frá elleftu öld og rústir dómkirkjunnar sem byggð var árið 1300.

Yfirkokkurinn á staðnum er Poul Andrias Ziska og þykir mikill …
Yfirkokkurinn á staðnum er Poul Andrias Ziska og þykir mikill listamaður í matargerð. mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is/Claes Bech-Poulsen
mbl.is