Bleik eldhús eru vaxandi trend

Hér er afar fagur og ljósbleikur litur sem klæðir þessa …
Hér er afar fagur og ljósbleikur litur sem klæðir þessa innréttingu. Takið eftir að vegghillurnar eru einnig bleikar að lit. mbl.is/Pluck Kitchens

Það er enginn leyndardómur að litaval heima fyrir hafi áhrif á líðan þína. Og því er engin furða að bleiklituð eldhús séu hið vaxandi trend þessa dagana, enda bjartur og fallegur litur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar hugmyndir að því hvernig bleiki liturinn getur komið inn í rýmið með mismiklum áherslum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Auðvelda og ódýra leiðin til að fá bleikan lit í …
Auðvelda og ódýra leiðin til að fá bleikan lit í eldhúsið er að taka upp pensilinn og mála vegginn bleikan. mbl.is/CaSA Colombo Architectures
Hér er krúttað bleikt sveitaeldhús með hvítum eldhúsgræjum og ljósri …
Hér er krúttað bleikt sveitaeldhús með hvítum eldhúsgræjum og ljósri marmaraborðplötu. mbl.is/Canadian Home Style
Hér er bleika litnum komið inn í rýmið með eldhústækjum, …
Hér er bleika litnum komið inn í rýmið með eldhústækjum, matarstelli og öðrum aukahlutum. Takið eftir að tökkunum á eldavélinni hefur verið skipt út með bleikum. mbl.is/DD Ford Construction
Bleikt og svart á eins vel saman og góð samloka. …
Bleikt og svart á eins vel saman og góð samloka. Svarti veggurinn er hinn fullkomni bakgrunnur fyrir þessa bleiku innréttingu. mbl.is/Crosby Studios
Þú ert kannski ekki að spotta bleika litinn strax á …
Þú ert kannski ekki að spotta bleika litinn strax á þessari mynd en hér er það vaskurinn sjálfur sem er bleikur. Fremur óvanalegt að sjá en að sama skapi ótrúlega skemmtileg hugmynd. mbl.is/A Beautiful Mess
Það þarf alls ekki að ganga alla leið með bleika …
Það þarf alls ekki að ganga alla leið með bleika litinn eins og sjá má í þessu eldhúsi. Hér er það einungis eyjan sem er bleik á móti hvítri innréttingunni. Gylltu handföngin setja hér punktinn yfir i-ið. mbl.is/Harvey Jones
Svona eldhús voru hámóðins í kringum 1950, en í dag …
Svona eldhús voru hámóðins í kringum 1950, en í dag þarftu að sérpanta slík og er þetta eldhús frá John Lewis. Svona litaþema eins og við sjáum hér, svart, hvítt og bleikt, er óneitanlega eins sykursætt og það getur verið. mbl.is/John Lewis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert