Eru þetta bollakökur ársins?

mbl.is/Linda Ben

Þessar bollakökur eru algjört æði svo ekki sé fastar að orði kveðið. Rjómaostur, sítróna og blóðappelsínur eru hin fullkomna blanda og þessar verða klárlega bakaðar á nokkrum heimilum um helgina. 

Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessari uppskrift en hún segir að það séu komin nokkur ár síðan hún bakaði bollakökur síðast. „Það er svo fyndið hvernig kökur fara í tísku og þá sér maður nánast ekkert annað en svo detta þær bara úr tísku og engum dettur í hug að baka þær. Þannig var þetta einmitt með bollakökurnar fyrir nokkrum árum þegar þær voru hvað mest í tísku. Það rifjaðist þó upp fyrir mér þegar ég bakaði þessar bollakökur, hvað þetta er þægileg neyslustærð á kökum. Fullkomið í veislur þar sem ekki þarf að skera neina köku og hver getur bara fengið sér eina eða tvær bollakökur,“ segir Linda.

Sítrónu-, ólífuolíu-bollakökur með blóðappelsínu-rjómaostakremi

  • 6 dl hveiti
  • 4 ½ dl sykur
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • börkur af ½ sítrónu
  • 240 ml mjólk
  • 120 ml ólífu olía
  • 1 msk. sítrónudropar
  • 2 stór egg
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

  2. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og geymið.

  3. Blandið saman öllu öðru, fyrir utan vatnið, í skál og þeytið saman.

  4. Bætið þurrefnunum út í blautu efnin hægt og rólega og bætið vatninu út í líka rólega, deigið verður alveg svolítið þunnt. Setjið pappírsform í bollakökuálbakka og fyllið svo formin upp 2/3 af forminu. Bakið í 15-18 mín. eða þar til þær eru bakaðar í gegn.

Blóðappelsínurjómaostakrem

  • 200 g Philadelpia
  • 200 g smjör, mjúkt
  • 600 g flórsykur (meira ef þér finnst kremið of þunnt)
  • Safi úr ½ blóðappelsínu

Aðferð

  1. Setjið rjómaost og smjör í skál og þeytið mjög vel saman, bætið því næst flórsykrinum og þeytið mjög vel saman. Þegar kremið er orðið létt, mjúkt og kekkjalaust kreistið blóðappelsínuna út í, endilega rífið smá af kjötinu með því þá verður kremið svo fallegt.

  2. Sprautið kreminu á kökurnar með opnum stórum stjörnustúti og skreytið með berjum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert