Sumarsalatið sem réttir kroppinn af

Hversu girnilegt salat sem þetta er!
Hversu girnilegt salat sem þetta er! mbl.is/Joe Lingeman

Það er eins og það skipti engu máli hversu mikinn avocado við skerum niður og setjum út í salatið, það er eins og það sé aldrei nóg. Þetta er vandamálið sem við avocado-unnendur þekkjum svo vel – enda alveg frábær ávöxtur sem hentar með nánast öllum mat. Hér er uppskrift að dásamlegu sumarsalati sem er fyrsta skrefið í átt að bikiní-kroppnum sem við ætluðum okkur á síðasta ári.

Sumarsalatið sem réttir af kroppinn (fyrir 4)

  • 2 avocado, skorin í bita
  • kirsuberjatómatar, skornir til helminga
  • ½ gúrka
  • ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • ¼ bolli fersk jurt, t.d. steinselja, basilika eða dill
  • Safi úr sítrónu
  • 2 msk. ólífuolía
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  • ¼ tsk. pipar

Aðferð:

  1. Skerið allt hráefnið sem þarf að skera og blandið saman í stóra skál. Kreistið safa úr sítrónu yfir og dreypið ólífuolíu yfir. Stráið salti og pipar yfir og blandið vel saman.
  2. Berið fram í fallegri skál.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is/Joe Lingeman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert