Ráðlögðu fólki að þvo ekki hráan kjúkling

Nauðsynlegt er að elda kjúklinginn áður en hann er borðaður.
Nauðsynlegt er að elda kjúklinginn áður en hann er borðaður.

Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter eftir að sóttvarnarmiðstöð Bandaríkjanna tísti um meðferð kjúklingakjöts og ráðlagði fólki að þvo ekki hráan kjúkling. Slíkt dreifði bara sýklunum.

Gárungarnir tóku til máls og loguðu samfélagsmiðlar af hnyttnum athugasemdum frá fólki sem sagðist hreinlega ekki skilja þessa athugasemd. Væri ætlast til að kjúklingurinn væri þveginn eða ekki þveginn - fyrir þá eldun eða hvað?

Sóttvarnamiðstöðin sá sig knúna til að bæta við færsluna þremur dögum síðar og leiðrétta misskilninginn. Ekki hefði verið ætlunin að reita fólk til reið. Hins vegar þyrfti alltaf að elda kjúkling. Það væri ekki nóg að þvo hann.

Þar höfum við það. Þið þarna sem tölduð að hrár kjúklingur væri í góðu lagi svo lengi sem hann væri þveginn áður höfðuðu rangt fyrir ykkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert