Var jarðaður í fötum búnum til úr sveppum

Luke Perry lést fyrir ekki alls löngu og lét jarða …
Luke Perry lést fyrir ekki alls löngu og lét jarða sig í nýrri tegund fata. mbl.is/Andrew Toth / Getty Images

Leikarinn Luke Perry, sem var einna helst þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinn Beverly Hills 90210 lést í marsmánuði sl. eins og mörgum er kunnugt, aðeins 52 ára að aldri. Dóttir hans, Sophie, greindi á Instagram-síðu sinni nú á dögunum frá ákvörðun föður síns um að vera jarðaður í lífrænt niðurbrjótanlegum fötum, búnum til úr sveppum og vöktu ummæli hennar heilmikla athygli.

Sophie talar um hversu áhugasamur faðir hennar var yfir þessum fötum og var það ein af lokaóskunum hans í lífinu að vera jarðaður í slíkum fötum. Hún skrifar jafnframt að hún vilji deila þessu með öðrum því þessi hugmynd með jakkafötin sé falleg hugsjón fyrir fallegu jörðina okkar.

Luke Perry valdi fötin hjá Coeio Infinity Burial Suit sem eru sniðin að hvers þörfum og framleidd úr sveppum og öðrum örverum – en startkostnaður við föt sem þessi eru um 1.500 dollarar. Fötin vinna að þremur þáttum, hjálpa við niðurbrot, vinna að hlutleysu eiturefna sem finnast í líkamanum og flytja næringarefni aftur út í náttúruna. Það er því engin ástæða til að vera grafinn í kistu, því fötin duga ein og sér ef út í það er farið. Menn vilja meina að þetta sé það sem koma skal til að gera það besta fyrir jörðina – svo já, af hverju ekki?

Skjáskot af Instagram-síðu Sophie, dóttur Luke Perry, þar sem hún …
Skjáskot af Instagram-síðu Sophie, dóttur Luke Perry, þar sem hún útskýrir af hverju faðir hennar valdi þessa leið. mbl.is/Instagram_Lemonperry
Föt sem eru sérstaklega hönnuð til að láta jarða sig …
Föt sem eru sérstaklega hönnuð til að láta jarða sig í. Framleidd úr sveppum og öðrum örverum - því góður kostur fyrir náttúruna. mbl.is/coeio.com
mbl.is/coeio.com




- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert