Kjúklingur að hætti Camillu Alves

Camila Alves.
Camila Alves. mbl.is/Facebook

Camila Alves er mögulega þekktust fyrir að vera kvænt leikaranum Matthew McConaughey en fjærri vita að þessi brasilíska kjarnakona er mikil baráttukona fyrir betri stöðu kvenna í heiminum og heldur meðal annars úti vesíðunni Women of Today þar sem fjölbreytileika kvenna er fagnað auk þess sem Camila deilir brotum úr eigin lífi. Eins og þessari uppskrift sem ku afar vinsæl á kvöldverðaborði McConaughey fjölskyldunnar.

mbl.is/Women of Today

Kjúklingur að hætti Camillu Alves

 • 2 kjúklingaleggi
 • 2 kjúklingalæri
 • safi úr ½ sítrónu
 • 1 lítill laukur
 • 3 hvítlauksgeirar, marðir og gróft saxaðir
 • 4 litlar kartöflur
 • 2 litlar gulrætur
 • ½ bolli blómkáls (einungis blómin)
 • salt og pipar eftir smekk
 • 1 msk. nýsaxað timían
 • 1 msk. nýsaxað rósmarín
 • 1 msk. nýsaxað óregano

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og sítrónusafa (best er að láta kjúklinginn marinerast í kæli í klukkutíma eða svo).
 3. Þvoið grænmetið og skerið í munnbitastóra bita. Setjið grænmetið í steypujárnspönnu eða eldfast mót. Kryddið með salt og pipar. Leggið kjúklinginn ofan á grænmetið og látið skinnið snúa niður.
 4. Bakið í 20 mínútur. Snúið þá kjúklingnum við þannig að skinnið snúi upp. Hristið upp í grænmetinu. Athugið með réttinn á 20 mínútna fresti og hristið grænmetið alltaf til þannig að eldunin verði jöfn. Heildar eldunartíminn ætti að vera um klukkustund eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 5. Látið kjúklinginn hvíla í fimm mínútur og berið svo fram.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Women of Today
Camila Alves ásamt eiginmanni sínum, Matthew Conaughey.
Camila Alves ásamt eiginmanni sínum, Matthew Conaughey. KEVORK DJANSEZIAN
mbl.is