Kryddbrauð Möggu Steinþórs

mbl.is/Albert Eiríksson

Það er ekki öllum gefið að baka gott kryddbrauð en Magga Steinþórs er afburðarflink við það enda í Kvenfélagi Gnúpverja.
Þessari uppskrift deildi hún með Alberti Eiríkssyni sem svo deildi því með okkur.

Kryddbrauð Möggu Steinþórs

 • 80 g smjör
 • 2 dl mjólk
 • 2 egg
 • 200 g sykur
 • 240 g hveiti
 • 2 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. kanill
 • ½ tsk. negull

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið, bætið eggjum og mjólk bætt út í, þeytið saman.
 2. Þurrefnin sett útí, hrært rólega saman.
 3. Bakað í jólakökuformi við 175°C. hita í 50 mín.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is