Hinn fullkomni örbylgjuofn fundinn

mbl.is/

Við sögðum fréttir af því fyrr í dag að vissulega væri hægt að elda beikon í örbylgjuofni að því gefnu að það væri rétt farið með það og fólk gerði sér grein fyrir því að það yrði aldrei eins og beint af pönnunni. 

Nú dregur hins vegar til tíðinda því ritstjórn Matarvefsins bárust fregnir af því að vissulega væri til örbylgjuofnar sem væru færir um að steikja beikon. 

Til þess þarf einfaldlega góðan örbylgjuofn sem hefur „crisp“ stillingu og „crisp“ disk. Þannig sameinast grill og örbylgja í einu tæki og crisp diskurinn dregur í sig meiri hita svo beikonið verður eins og steikt á pönnu!

Þú stillir ofninn einfaldlega á crisp stillinguna, raðar beikoninu á crisp diskinn og fljótlega ertu að gæða þér á vel stökku og góðu beikoni.

Þetta þykja okkur frábærar fréttir en gott dæmi um örbylgjuofn með téða stökk-stillingu er þessi HÉR.

mbl.is