Læknirinn baðst afsökunar á brauðinu

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Það er nákvæmlega ekkert betra heldur en löðrandi ostasamloka sem bráðnar í munninum. Það veit Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekkur sem læknirinn í eldhúsinu betur en flestir og því bjó hann til tvær gerðir af slíkri dásemd og prófaði í leiðinni tvo mismunandi osta. 
„Það verður eiginlega að biðjast afsökunar á þessu brauði, þar sem ég er að nota hvítt samlokubrauð. En ég hef nú sagt það áður að það er eiginlega alveg gagnlaust - nema þegar kemur að því að útbúa rosalega ljúffenga ostasamloku,“ segir Ragnar um þessa dásemdarsamlokur. „Það má auðvitað nota aðrar tegundir af brauði - og niðurstaðan er alltaf ljúffeng. Aðalkosturinn við brauðið er að það tekur á sig svo fallegan lit þegar það er steikt á pönnu að það er eiginlega erfitt að toppa það. Maður borðar, jú, líka með augunum. Jafnframt verður það ögn sætara á bragðið við steikinguna og það rímar ákaflega vel við bráðinn ostinn.“
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ofur-Osta samloka
Fyrir tvær ofur-ostasamlokur
 • 4 brauðsneiðar
 • 2 msk. djionsinnep (sætt með smá hlynsírópi)
 • 1/2 tsk ferskt timjan
 • Nóg af rifnum Óðals Búra
 • Nóg af rifnum Óðals Cheddar 
 • 75 g smjör (til að smyrja og til steikingar) 

Aðferð:

 1. Það er auðvelt að elda þegar maður er með gott hráefni.
 2. Fyrst var að smyrja brauðið með sinnepinu.
 3. Svo var að raspa yfir nóg af búra. Sáldraði nokkrum timjan greinum með.
 4. Gerði eins við Cheddar ostinn.
 5. Smurði brauðið að utan með smjöri. Ansi ríkulega.
 6. Galdurinn er svo að steikja á heldur lágum hita. Það liggur ekkert á.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is